Vantrauststillagan felld Árni Sæberg og Atli Ísleifsson skrifa 17. apríl 2024 18:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra verst vantrausti á hendur ríkisstjórn hans í kvöld. Vísir/Vilhelm Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Umræður hófust á þingi klukkan 17 og þingmenn greiddu atkvæði á ellefta tímanum í kvöld eftir að þingmenn höfðu gert grein fyrir atkvæði sínu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25. Þrír Alþingismenn voru fjarverandi. Það voru þingmenn Flokks fólksins og Pírata sem lögðu vantrauststillöguna fram og var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Á ríkisstjórnina í heild sinni Fyrr á árinu hafði Inga lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, vegna hvalveiðimálsins en sú tillaga var dregin til baka þegar Svandís fór í veikindaleyfi. Eftir að tilkynnt var um hrókeringar í ríkisstjórn fyrr í mánuðinum vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur hætta í stjórnmálum og bjóða sig forseta, tók Svandís við embætti innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga ákvað þá að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild sinni sem var svo tekin fyrir í gærkvöldi. Greiddu atkvæði með Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með vantrauststillögunni voru: Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Bergþór Ólason (M), Björn Leví Gunnarsson (P), Dagbjört Hákonardóttir (S), Eyjólfur Ármannsson (F), Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Halldóra Mogensen (P), Hanna Katrín Friðriksson (C), Indriði Ingi Stefánsson (P), Inga Sæland (F), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Katrín Sif Árnadóttir (F), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), Oddný G. Harðardóttir (S), Sigmar Guðmundsson (C), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Tómas A. Tómasson (F), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Greiddi atkvæði gegn Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru: Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Birgir Ármannsson (D), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V), Bjarni Benediktsson (D), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eva Dögg Davíðsdóttir (V), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Hildur Sverrisdóttir (D), Ingibjörg Isaksen (B), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Orri Páll Jóhannsson (V), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Svandís Svavarsdóttir (V), Teitur Björn Einarsson (D), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B). Þrír þingmenn úr stjórnarliðinu - þau Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson Vinstri grænum og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki voru fjarverandi. Fréttin var uppfærð eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira