Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 08:31 Grindvíkingar hafa fengið mikið af troðslum, sniðskotum og opnum þriggja stiga skotum í einvíginu á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Tindastólsliðið er 2-0 undir í einvígi sínu á móti Grindavík eftir tap á heimavelli í öðrum leiknum. Aðeins sigur í Smáranum annað kvöld kemur í veg fyrir snemmbúið sumarfrí hjá Stólunum. Stólarnir hentu leiknum frá sér í fyrri hálfleik og frábær fjórði leikhluti gerði ekkert annað en að bjarga andlitinu þegar stefndi í stórtap. Fengu á sig 64 stig í fyrri hálfleik á heimavelli Körfuboltakvöld mætti í Síkið á Sauðárkróki og fylgdist vel með öðrum leik liðanna. Í hálfleik, þegar Grindavík var búið að skora 64 stig gegn aðeins 41 stigi frá heimamönnum í Tindastóls þá fannst Herði Unnsteinssyni, sérfræðingi í Subway Körfuboltakvöldi, kominn tími á það að láta stjörnurnar í Tindastólsliðinu heyra það. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Hörður lét Stólana heyra það „Varnarframmistaða Tindastóls er hræðileg. Þeir spila letilega skiptivörn þar sem þeir skipta á fyrstu hindrun. Svo ef einhver kemst inn í miðjuna, guð hjálpi þeim. Þá er hjálparvörnin of sein og Grindvíkingar velja um það að skora annað hvort beint úr sniðskoti eða taka opið þriggja stiga skot í horninu,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en svo var komið að Herði. Búið að vera skelfilegt „Alveg frá byrjun varnarinnar þá er þetta búið að vera skelfilegt í rauninni,“ sagði Hörður. „Þeir eru búnir að labba framhjá nánast hverjum einasta manni sem er fyrir framan þá og þá sérstaklega Dedrick Basile,“ sagði Hörður. Hörður Unnsteinsson.S2 Sport „Ómar minnist á þessa skiptivörn en skiptivörnin er herfileg. Skiptivörn er latasta form af vörn því það auðveldasta sem þú getur gert er að skipta á boltahindrunum. Það verður að vera, ekki fara svona fake orka, það verður að vera sjálfbær orka allan tímann í vörninni,“ sagði Hörður. „Það er ofboðslega erfitt að sitja hérna og gagnrýna þjálfarana Helga (Frey Margeirsson) og Svavar (Atla Birgisson) fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Hérna verða bara leikmennirnir að taka smá ábyrgð. Vissulega er leikplanið ekki gott. Þeir eru búnir að fá á sig 64 stig og þrjátíu plús stig í tveimur leikhlutum í röð,“ sagði Hörður. Verið að borga þeim mikinn pening „Þetta eru leikmennirnir inn á vellinum, sem er verið að borga mikinn pening, reyndir leikmenn sem hafa unnið titil. Þeir verða að taka smá ábyrgð á sjálfum sér inn á vellinum. Ekki bara væla yfir því að það sé svo lélegt gameplan,“ sagði Hörður. „Þetta er bara ömurleg frammistaða sem þetta fólk hér í húsinu á ekki skilið að vera að horfa á. Ég væri brjálaður ef ég væri Skagfirðingur í húsinu,“ sagði Hörður. Þriðji leikur liðanna er annað kvöld í Smáranum.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum