„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. apríl 2024 11:46 Ármann Höskuldsson segist ekki hafa séð gögn sem bendi til þess að annað gos fari að hefjast. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. „Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira