Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 18:21 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel. Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þrjú af fjórum sveitarfélögum Suðurnesja gætu á næstunni sameinast í eitt stórt sveitarfélag sem nær yfir meirihluta svæðisins. Sameiningarviðræður eru hafnar milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa. Íbúar á Suðurnesjum eru um það bil þrjátíu þúsund talsins.Vísir/Hjalti Viðræður sveitarfélaganna þriggja eru á könnunarstigi og hafa verið haldnir íbúafundir vegna mögulegrar sameiningar. Grindavíkurbær vildi ekki vera með í viðræðunum að svo stöddu. Viðræðurnar hófust að beiðni bæjarráðs Voga og segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, málið hafa verið rætt í mörg ár. „Þannig að bæjarstjórnin í Vogum ákvað að taka þetta skref og hefja samtal við nágrannasveitarfélögin, um bæði sameiginlega framtíðarsýn, hvað eigum við sameiginlegt, og svo þann möguleika hvort að það væri forsenda til þess að sameina annað hvort tvö eða fleiri sveitarfélög í eitt stórt, öflugt, sveitarfélag,“ segir Gunnar Axel. Nú er verið að kanna áhuga íbúa á sameiningu og ef hljóðið er gott verður farið í formlegar viðræður en ákvörðun um það mun liggja fyrir núna í vor. „Þetta er bara ákvörðun íbúanna og það er mjög erfitt að segja eitthvað til um það á þessu stigi hvort þeir séu fylgjandi sameiningu eða ekki. Þetta er bara þeirra ákvörðun.“ Finnst þér líklegt að þið munið fara í einhverskonar íbúakosningu um þetta? Það gæti alveg gerst. Það er svona jafn líklegt og ólíklegt,“ segir Gunnar Axel.
Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira