Er þetta í alvöru verðlaunaefni? Snorri Másson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Íslensk tunga Stjórnsýsla Snorri Másson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar