Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 10:40 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í síðustu sveitastjórnarkosningum og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. „Það er fínn andi í Samfylkingunni,“ segir Guðmundur sem fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar svaraði hann gagnrýni borgarfulltrúa flokksins, Sabine Leskopf, en hún sagði mikla óeiningu innan flokksins og að hún væri máluð sem „óvinur númer eitt“ því hún væri ósammála formanninum í stefnu flokksins í útlendingamálum. Flokksstjórnarfundur flokksins fór fram um helgina. Guðmundur Árni segir að hann hafi verið á fundinum og hann hafi upplifað eindrægni og samheldni á fundinum. Ýmis álitamál hafi verið rædd, eins og hversu langt eigi að ganga í ályktunum um útlendingamál. Það hafi verið samþykkt ályktun þar sem hafi til dæmis verið fjallað um félagslegt undirboð. Guðmundur Árni segir að það gleymist oft í umræðu um útlendingamál að stærstur hluti þeirra sem hingað koma séu farandverkafólk sem starfar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Fólk búi við óviðunandi aðstæður og það þurfi að fylgjast betur með því að þau fái rétt greitt og það sé ekki verið að misnota sér aðstæður þeirra. Guðmundur Árni segir að í þeirri ályktun sem var samþykkt hafi verið fjallað um mannúð, fjölbreytileika og mikilvægi inngildingar. Varaþingmaður flokksins sagði sig úr honum um helgina vegna minni áherslu hans á mannréttindamál. Þá var ekki samþykktönnur ályktun á fundinum um útlendingamál og stöðu innflytjenda heldur ályktuninni vísað til umræðu í málefnahópi. Guðmundur Árni segir áríðandi að það sé „andað með nefinu“ og þetta verði áfram rætt innan flokksins. Það verði fundin lausn á málinu. Magna Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur stýri vinnu málefnahópsins og vinnan sé í góðum farvegi. Málaflokkur sem þarf að stjórna Spurður hvort að það sé hópur innan Samfylkingarinnar sem telur skoðanir formannsins, Kristrúnar Frostadóttur, á útlendingamálum ekki í takt við jafnaðarstefnuna segir Guðmundur Árni svo ekki vera. Hann segir að Kristrún hafi bent á að þessum málaflokki þurfi að stjórna eins og öðrum. Það hafi ekki verið gert síðustu tíu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur tali meira að segja um það núna að það þurfi að stjórna betur málaflokknum og verja landamærin. „Flokkur sem hefur haft það að meginstarfi í tíu ár að verja landamærin. Nú kemur hann og segir að það þurfi að gera það. Þessi útlendingamál eru í algerri steik segir Sjálfstæðisflokkurinn. Heyrðu, hann er búinn að stýra þessum málaflokki í tíu ár,“ segir Guðmundur Árni og að Samfylkingin vilji taka við þessu verkefni og stýra málaflokknum og vanda sig betur. Spurður nánar út í stefnu flokksins í málefnum hælisleitenda segir hann að það þurfi að flýta afgreiðslu málanna sem dæmi. En málaflokkurinn sé þess eðlis að það verði aldrei allir ánægðir. Vill ekki flóttamannabúðir Hvað varðar „flóttamannabúðir“ eða lokað búsetuúrræði eins og það er kallað í stefnu ríkisstjórnarinnar segir Guðmundur Árni að það sé lausn á heimatilbúnu vandamáli ríkisstjórnarinnar. Þegar það hafi verið leitt í lög að fólk myndi missa allan rétt við endanlega synjun þá væri augljóst að þetta myndi gerast. Að fólk myndi ekki endilega fara. Guðmundur Árni sagði að því loknu að hann vildi ekki að þær aðstæður væru uppi þar sem þörf sé á flóttamannabúðum. Það eigi frekar að leysa mál hælisleitenda með skjótum hætti og vísa þeim úr landi innan 48 klukkustunda, eins og sé gert í Noregi. Þá vill hann að fólk sé aðstoðað við að fara, en ekki með nauðung og látum. Guðmundur Árni segist skilja að það séu heitar tilfinningar hjá fólki í þessu máli, en að flokkurinn sé mannréttindaflokkur og það sé stefna þeirra. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 40 ára og mannréttindi eru númer eitt, tvö og þrjú í okkar huga,“ segir hann og að mannréttindi séu meira en bara hælisleitendamál. Hann ræddi skoðanakannanir að því loknu en Samfylkingin hefur síðustu 18 mánuði yfirleitt mælst með um 25 til 30 prósenta fylgi. Guðmundur Árni segir að til þeirra streymi fólk í stríðum straumi. Fólk sem kannski tók sér pásu frá Samfylkingunni, eins og hann gerði í 16 ár. Það sé komið aftur. „Við erum í blússandi gír. Trúiði því,“ segir Guðmundur Árni og að fólk hafi mikla trú á Kristrúnu. Guðmundur Árni segir að flokkurinn hafi á kjörtímabilinu verið í mikilli undirbúningsvinnu fyrir hvern og einn málaflokk. Þau hafi tekið fyrir heilbrigðismálin og svo síðast atvinnu- og samgöngumálin. Það hafi verið gert með því að fara um landið, ræða við fólk, stofnanir og fyrirtæki og út frá því gerð stefna. Þannig verði þau undirbúin fyrir ríkisstjórnarsamstarf. Sjálfstæðisflokkurinn síðasti kostur Spurður um það hverjum þau myndu vilja vinna með í ríkisstjórn segir Guðmundur Árni það blasa við að Viðreisn. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld og hann sé alsíðasti kostur þeirra fyrir samstarf. Flokkurinn viti það og allur almenningur. Þá ávarpaði hann orð formanns og varaformanns Framsóknar á flokksþingi þeirra um helgina þar sem þau sökuðu bæði Samfylkinguna um að stela frá þeim málum. „Hverju er hægt að stela frá Framsókn? Þeir standa ekki fyrir neinum sköpuðum hlut,“ segir Guðmundur Árni og að Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur flokkur sem brosi í þá átt sem þeim hentar. Guðmundur Árni segir Vinstri græn einnig nálægt þeim í stefnu en að flokkurinn sé stórskaðaður eftir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Óljóst sé hvort hann lifi næstu kosningar af. „Við erum ekki opin fyrir öllu, en við erum opin fyrir þeim sem vilja koma með okkur í vegferðina að búa til nýtt Ísland.“ Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Innflytjendamál Hælisleitendur Mannréttindi Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 „Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. 20. apríl 2024 23:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Það er fínn andi í Samfylkingunni,“ segir Guðmundur sem fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar svaraði hann gagnrýni borgarfulltrúa flokksins, Sabine Leskopf, en hún sagði mikla óeiningu innan flokksins og að hún væri máluð sem „óvinur númer eitt“ því hún væri ósammála formanninum í stefnu flokksins í útlendingamálum. Flokksstjórnarfundur flokksins fór fram um helgina. Guðmundur Árni segir að hann hafi verið á fundinum og hann hafi upplifað eindrægni og samheldni á fundinum. Ýmis álitamál hafi verið rædd, eins og hversu langt eigi að ganga í ályktunum um útlendingamál. Það hafi verið samþykkt ályktun þar sem hafi til dæmis verið fjallað um félagslegt undirboð. Guðmundur Árni segir að það gleymist oft í umræðu um útlendingamál að stærstur hluti þeirra sem hingað koma séu farandverkafólk sem starfar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Fólk búi við óviðunandi aðstæður og það þurfi að fylgjast betur með því að þau fái rétt greitt og það sé ekki verið að misnota sér aðstæður þeirra. Guðmundur Árni segir að í þeirri ályktun sem var samþykkt hafi verið fjallað um mannúð, fjölbreytileika og mikilvægi inngildingar. Varaþingmaður flokksins sagði sig úr honum um helgina vegna minni áherslu hans á mannréttindamál. Þá var ekki samþykktönnur ályktun á fundinum um útlendingamál og stöðu innflytjenda heldur ályktuninni vísað til umræðu í málefnahópi. Guðmundur Árni segir áríðandi að það sé „andað með nefinu“ og þetta verði áfram rætt innan flokksins. Það verði fundin lausn á málinu. Magna Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur stýri vinnu málefnahópsins og vinnan sé í góðum farvegi. Málaflokkur sem þarf að stjórna Spurður hvort að það sé hópur innan Samfylkingarinnar sem telur skoðanir formannsins, Kristrúnar Frostadóttur, á útlendingamálum ekki í takt við jafnaðarstefnuna segir Guðmundur Árni svo ekki vera. Hann segir að Kristrún hafi bent á að þessum málaflokki þurfi að stjórna eins og öðrum. Það hafi ekki verið gert síðustu tíu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur tali meira að segja um það núna að það þurfi að stjórna betur málaflokknum og verja landamærin. „Flokkur sem hefur haft það að meginstarfi í tíu ár að verja landamærin. Nú kemur hann og segir að það þurfi að gera það. Þessi útlendingamál eru í algerri steik segir Sjálfstæðisflokkurinn. Heyrðu, hann er búinn að stýra þessum málaflokki í tíu ár,“ segir Guðmundur Árni og að Samfylkingin vilji taka við þessu verkefni og stýra málaflokknum og vanda sig betur. Spurður nánar út í stefnu flokksins í málefnum hælisleitenda segir hann að það þurfi að flýta afgreiðslu málanna sem dæmi. En málaflokkurinn sé þess eðlis að það verði aldrei allir ánægðir. Vill ekki flóttamannabúðir Hvað varðar „flóttamannabúðir“ eða lokað búsetuúrræði eins og það er kallað í stefnu ríkisstjórnarinnar segir Guðmundur Árni að það sé lausn á heimatilbúnu vandamáli ríkisstjórnarinnar. Þegar það hafi verið leitt í lög að fólk myndi missa allan rétt við endanlega synjun þá væri augljóst að þetta myndi gerast. Að fólk myndi ekki endilega fara. Guðmundur Árni sagði að því loknu að hann vildi ekki að þær aðstæður væru uppi þar sem þörf sé á flóttamannabúðum. Það eigi frekar að leysa mál hælisleitenda með skjótum hætti og vísa þeim úr landi innan 48 klukkustunda, eins og sé gert í Noregi. Þá vill hann að fólk sé aðstoðað við að fara, en ekki með nauðung og látum. Guðmundur Árni segist skilja að það séu heitar tilfinningar hjá fólki í þessu máli, en að flokkurinn sé mannréttindaflokkur og það sé stefna þeirra. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 40 ára og mannréttindi eru númer eitt, tvö og þrjú í okkar huga,“ segir hann og að mannréttindi séu meira en bara hælisleitendamál. Hann ræddi skoðanakannanir að því loknu en Samfylkingin hefur síðustu 18 mánuði yfirleitt mælst með um 25 til 30 prósenta fylgi. Guðmundur Árni segir að til þeirra streymi fólk í stríðum straumi. Fólk sem kannski tók sér pásu frá Samfylkingunni, eins og hann gerði í 16 ár. Það sé komið aftur. „Við erum í blússandi gír. Trúiði því,“ segir Guðmundur Árni og að fólk hafi mikla trú á Kristrúnu. Guðmundur Árni segir að flokkurinn hafi á kjörtímabilinu verið í mikilli undirbúningsvinnu fyrir hvern og einn málaflokk. Þau hafi tekið fyrir heilbrigðismálin og svo síðast atvinnu- og samgöngumálin. Það hafi verið gert með því að fara um landið, ræða við fólk, stofnanir og fyrirtæki og út frá því gerð stefna. Þannig verði þau undirbúin fyrir ríkisstjórnarsamstarf. Sjálfstæðisflokkurinn síðasti kostur Spurður um það hverjum þau myndu vilja vinna með í ríkisstjórn segir Guðmundur Árni það blasa við að Viðreisn. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld og hann sé alsíðasti kostur þeirra fyrir samstarf. Flokkurinn viti það og allur almenningur. Þá ávarpaði hann orð formanns og varaformanns Framsóknar á flokksþingi þeirra um helgina þar sem þau sökuðu bæði Samfylkinguna um að stela frá þeim málum. „Hverju er hægt að stela frá Framsókn? Þeir standa ekki fyrir neinum sköpuðum hlut,“ segir Guðmundur Árni og að Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur flokkur sem brosi í þá átt sem þeim hentar. Guðmundur Árni segir Vinstri græn einnig nálægt þeim í stefnu en að flokkurinn sé stórskaðaður eftir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Óljóst sé hvort hann lifi næstu kosningar af. „Við erum ekki opin fyrir öllu, en við erum opin fyrir þeim sem vilja koma með okkur í vegferðina að búa til nýtt Ísland.“
Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Innflytjendamál Hælisleitendur Mannréttindi Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 „Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. 20. apríl 2024 23:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51
„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. 20. apríl 2024 23:42