Þá var einn fluttur af slysstað með sjúkrabíl
Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.

Mbl greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins er haft eftir Gunnari Hilmarssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni, að ekki hafi verið um viljaverk að ræða. Eldri kona hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa.
Sá slasaði er karlmaður sem var í vinnu við gluggann.