Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 11:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði eldvarnir húsnæðisins og fann ýmsa galla á þeim. Vísir/Vilhelm Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun. Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun.
Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira