Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 12:11 Timur Ivanov hefur verið sakaður um að maka krókinn á uppbyggingu á hernámssvæði Rússa í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira