Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 16:45 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira