Langt í að þeir nái sér að fullu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:47 Zak Nelson telur það kraftaverk að hann og unnusti hans séu á lífi. Við hittum hann á setustofu sjúklinga á Landspítalanum, þar sem hann hefur varið nær öllum sínum tíma síðustu viku. Vísir/Dúi Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“ Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Zak Nelson og Elliot kærasti hans lentu á Íslandi snemma morguns föstudagsins 19. apríl. Þeir biðu ekki boðanna; náðu í bílaleigubíl og hófu ferðalag sitt. Stefnan var tekin á Suðurlandið. Þeir skoðuðu Strokk og Kerið, fengu sér pylsu og voru á leið á gististað sinn síðdegis þegar ósköpin dundu yfir. Á þjóðveginum rétt vestan við Hellu lentu þeir í harkalegum árekstri. „Allt í einu birtist bíll á minni akrein. Röð bíla kom á móti okkur og einn úr röðinni kom yfir á minn vegarhelming. Ég náði ekki að bregðast við, ég var á níutíu kílómetra hraða, hámarkshraða. Og...“ segir Zak og líkir eftir árekstri með látbragði, þar sem hann ræðir við fréttamann á setustofu sjúklinga á þriðju hæð á Landspítalanum við Hringbraut. „Ég heyri Elliot gráta lágt. Og ég er vankaður, við vorum á hliðinni þarna.“ Bíllinn sem Elliott og Zak voru á gjöreyðilagðist við áreksturinn. Þeir voru báðir fluttir með hraði á Landspítalann í Reykjavík. Þar kom í ljós að Elliott hafði slasast alvarlega, hlotið innvortis blæðingar, og var sendur í bráðaaðgerð þá og þegar. En rétt áður náði hann að bera upp mikilvæga spurningu. „Okkur var rúllað saman í rúmunum og hann lá þarna og ég brast í grát. Hann sneri sér að mér og sagði: Viltu giftast mér? Þarna á gjörgæslunni. Og ég svaraði: Já! Auðvitað!“ Zak og Elliot trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Við tók erfið bið eftir því að Elliot kæmi úr aðgerðinni og því mikill léttir þegar í ljós kom að hún hafði gengið vel. Elliot liggur þó enn á Landspítalanum og ekki er útlit fyrir að hann verði útskrifaður fyrr en eftir eina til tvær vikur. „Ég var heppinn, marðist bara illa. Bílbeltið stóð fyrir sínu.“ Heldurðu að bílbeltið hafi bjargað ykkur? „Já. Marblettirnir voru afleiðing bílbeltisins en það blasir við að ef þess hefði ekki notið við væri ég ekki hér. Mjög margir hér á spítalanum hafa sagt okkur að við séum heppnir að vera enn á lífi.“ Áður en lagt var af stað í ferðina örlagaríku. Zak segir starfsfólk Landspítalans hafa reynst þeim ómetanlegt. Hann sé því óendanlega þakklátur fyrir að hafa bjargað ástinni í lífi hans. „Þú getur ekki vitað hvað ást er fyrr en tiltekna manneskju rekur á fjörur þínar. Elliot er sú manneskja. Og að halda að þú gætir misst hana er hryllilegt. Við eigum langan veg fyrir höndum. Ég held að það sé nokkuð langt í að við náum okkur að fullu andlega.“
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51