Innlent

Hafa á­hyggjur af fylgistapi flokksins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir fylgistap Vinstri grænna áhyggjuefni. 
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir fylgistap Vinstri grænna áhyggjuefni.  Stöð 2/Einar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir þingflokk Vinstri grænna hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Þar kom fram að flokkurinn mælist með 4,4 prósenta fylgi og næði samkvæmt því ekki inn á þing. 

Þar kom einnig fram að fylgi flokksins hefði aldrei verið lægra. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í alþingiskosningum árið 2021 og átta þingmenn kjörna. 

„Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því. Það er eitthvað sem við tökum til okkar og við þurfum að fara vel yfir í okkar ranni. Hvað við getum gert til að auka traust og trúnað fólks á því að Vinstri græn séu og eigi að vera í pólitík og inni á Alþingi,“ sagði Bjarkey Olsen í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2.

Samkvæmt niðurstöðu Þjóðarpúlsins eru ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt með 31,2 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist með mest fylgi eða með 29,7 prósent fylgi.


Tengdar fréttir

Miðflokkurinn staðfestir sig sem þriðji stærsti flokkurinn

Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×