Háskólanemar halda lautarferð og stofna hreyfingu fyrir Palestínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 18:12 Útifundurinn miðaði að því að skapa vettvang fyrir umræður tengdar málefnum Palestínu og hvað hreyfingin Háskólanemar fyrir Palestínu geti efnt til aðgerða sem snúa að samstöðu með palestínsku þjóðinni. Aðsend Hópur stúdenta tók þátt í samstöðulautarferð fyrir Palestínu á túninu fyrir framan Háskóla Íslands seinni partinn í dag. Skipuleggjandi segir mikilvægt að hreyfingin fái leyfi fyrir viðburði af þessu tagi svo hægt sé að krefja skólann aðgerða sem snúa að samstöðu með Palestínu. Daníel Guðjón Andrason, einn skipuleggjanda lautarferðarinnar segir hana hafa heppnast vel. Hátt í 150 manns hafi mætt, borðað saman kaffi og brauðmeti og gefist tækifæri á að skrá sig í nýstofnuðu hreyfinguna Háskólafólk með Palestínu. „Við erum með kröfur til háskólans. Fyrst og fremst að háskólinn slíti samstarfi við háskóla í Ísrael og að HÍ verndi okkar málfrelsi til þess að við getum haldið svona viðburði og krafist aðgerða,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Allt að 150 manns voru á staðnum þegar best lét.Aðsend Þrátt fyrir að tilgangur fundarins hafi verið að krefjast vopnahlés á Gasa og styðja frjálsa Palestínu segir Daníel að hann sé ekki í líkingu við mótmæli í háskólum í Bandaríkjunum. Mótmæli nemenda í mörgum af þekktustu háskólum Bandaríkjanna hafa vakið athygli síðustu vikur, einkum í Columbia-háskóla í New York-borg, þar sem þrjú hundruð mótmælendur voru handteknir í dag. „Það sem við erum að gera hér er ekki sambærilegt því sem er verið að gera í háskólum í Bandaríkjunum. Þetta er meiri fundur, fólk er að taka spjallið og við erum að vekja athygli á hreyfingunni,“ segir Daníel og að skipuleggjendur hafi fengið leyfi til þess að halda viðburðinn. Því hafi löggan ekki látið sjá sig í þetta skipti, eins og hún gerði þegar hópur háskólanema hugðist reisa tjaldbúðir á sama túni í síðustu viku. Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. 26. apríl 2024 20:01 Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. 26. apríl 2024 10:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Daníel Guðjón Andrason, einn skipuleggjanda lautarferðarinnar segir hana hafa heppnast vel. Hátt í 150 manns hafi mætt, borðað saman kaffi og brauðmeti og gefist tækifæri á að skrá sig í nýstofnuðu hreyfinguna Háskólafólk með Palestínu. „Við erum með kröfur til háskólans. Fyrst og fremst að háskólinn slíti samstarfi við háskóla í Ísrael og að HÍ verndi okkar málfrelsi til þess að við getum haldið svona viðburði og krafist aðgerða,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Allt að 150 manns voru á staðnum þegar best lét.Aðsend Þrátt fyrir að tilgangur fundarins hafi verið að krefjast vopnahlés á Gasa og styðja frjálsa Palestínu segir Daníel að hann sé ekki í líkingu við mótmæli í háskólum í Bandaríkjunum. Mótmæli nemenda í mörgum af þekktustu háskólum Bandaríkjanna hafa vakið athygli síðustu vikur, einkum í Columbia-háskóla í New York-borg, þar sem þrjú hundruð mótmælendur voru handteknir í dag. „Það sem við erum að gera hér er ekki sambærilegt því sem er verið að gera í háskólum í Bandaríkjunum. Þetta er meiri fundur, fólk er að taka spjallið og við erum að vekja athygli á hreyfingunni,“ segir Daníel og að skipuleggjendur hafi fengið leyfi til þess að halda viðburðinn. Því hafi löggan ekki látið sjá sig í þetta skipti, eins og hún gerði þegar hópur háskólanema hugðist reisa tjaldbúðir á sama túni í síðustu viku.
Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. 26. apríl 2024 20:01 Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. 26. apríl 2024 10:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. 26. apríl 2024 20:01
Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. 26. apríl 2024 10:40