Stutt í næsta gos komi til gosloka Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 22:01 Magnús Tumi Erlendsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira