Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2024 07:37 Eurovision-keppnin fer fram í Malmö Arena í Malmö að þessu sinni. EPA Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24