Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 09:30 Kyrie Irving fagnar í sigri Dallas Mavericks. Hann fór í gang í seinni hálfleik og kláraði einvígið á móti Clippers. AP/Mark J. Terrill Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Dallas vann 114-101 sigur á Los Angeles Clippers og mætir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers spila aftur á móti hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar og oddaleikurinn hjá þeim fer fram á morgun. Fimmtíu stig frá Donovan Mitchell dugðu ekki til að klára einvígið. Luka Doncic and Kyrie Irving have been in their bag so far in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel 🎒Doncic: 29.8 PPG, 8.8 RPG, 9.5 APGIrving: 26.5 PPG, 5.7 RPG, 4.7 APGCheck out their best plays of Round 1 ⤵️ pic.twitter.com/freX68snNK— NBA (@NBA) May 4, 2024 Dallas maðurinn Kyrie Irving var fyrir leikinn í nótt 12-0 á ferlinum í leikjum þar sem hann getur klárað einvígi í úrslitakeppninni og hann bætti enn einum sigrinum við á móti Clippers. Hann kann heldur betur að klára einvígi. Irving var frábær með 30 stig og hann gerði endanlega út um leikinn með fjögurra stiga sókn í fjórða leikhlutanum. Setti þá niður þrist og víti að auki. Hann tók annars yfir leikinn í seinni hálfleiknum og var þá með 28 af 30 stigum sínum. Þetta var langþráður sigur hjá Dallas því Clippers hafði slegið þá út þrisvar sinnum í fyrstu umferð á síðustu fimm árum. 2ND HALF KYRIE TAKEOVER 😤 Kyrie Irving scored 28 of his 30 points in the 2nd half to help advance the @dallasmavs to the West Semis!DAL visits OKC for Game 1 on Tuesday at 9:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/RjZl7rTZBO— NBA (@NBA) May 4, 2024 Luka Doncic var með 28 stig og 13 stoðsendingar en hitti ekki vel. Hann var aðeins 1 af 10 í þriggja stiga skotum. Paul George var með 18 stig og 11 fráköst og James Harden bætti við 16 stigum og 13 stoðsendingum. Harden klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Það munaði auðvitað mikið um það að Kawhi Leonard meiddist í einvíginu og spilaði ekki í þremur síðustu leikjunum. Paolo Banchero skoraði 27 stig þegar Orlando Magic tryggði sér oddaleik með 103-96 sigri á Cleveland Cavaliers. Franz Wagner bætti við 26 stigum og Jalen Suggs (22 stg) hitti úr sex þriggja stiga skotum. Banchero skoraði 10 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum sem Orlando vann 30-18 og forðaði sér frá sumarfríi. Nú er liðið bara einum sigri frá undanúrslitaeinvígi á móti Boston Celtics. Donovan Mitchell var magnaður í liði Cleveland með fimmtíu stig en það dugði ekki til. Hann hitti úr 22 af 36 skotum sínum þar af 3 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna. Darius Garland skoraði 21 stig en vandamálið var slök þriggja stiga nýting liðsins þar sem aðeins 7 af 28 skotum rötuðu rétta leið (25%). Spida WENT OFF for 50 PTS in a tough Game 6 loss in Orlando 🕷️Donovan Mitchell joins LeBron James as the only players in Cavaliers franchise history to score 50+ points in a playoff game!Game 7: Sunday, 1pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/KdNTlb22zY— NBA (@NBA) May 4, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira