„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 23:16 Pétur fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. „Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
„Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira