Hugleiðing um sáttamiðlun Ámundi Loftsson skrifar 6. maí 2024 08:30 Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar