„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir fara yfir málin Vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. „Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira