Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 12:48 Guðrún Karls Helgudóttir Vísir/Einar Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45