„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:31 Finnur Freyr íbygginn á hliðarlínunni Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. „Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira