„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 19:33 Gunnar Örn Petersen formaður Landssambands veiðifélaga segir kjarna málsins vera að í Lagareldisfrumvarpinu sé ekki næg vernd fyrir villtu íslensku laxastofnana. Stöð 2 Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Matvælaráðherra bauð í dag til kynningarfundar um hið viðamikla Lagareldisfrumvarp. Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sat fundinn og þótti einkennilegt að ekki hafi verið boðið upp á neitt samtal í ljósi þess að ýmsir þættir frumvarpsins eru afar umdeildir. „Það hefði kannski verið gagnlegra að ná einhverju samtali á þessum tímapunkti í málinu en það var ekki boðið upp á það. Hann hefði svo sem alveg mátt fara fram í tölvupósti þessi fundur, en svona var þetta.“ Ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi hefur verið helsta ágreiningsefnið en ráðherra hefur sagst opin fyrir annarri útfærslu með þingnefndinni. Gunnar óttast að ótímabundnu leyfin séu hálfgerð smjörklípa svo hægt sé að koma öðrum þáttum frumvarpsins hljóðlaust í gegn. Óhugsandi væri að leyfin væru ótímabundin. „Því annars erum við að festa í sessi kerfi um þennan mengandi iðnað og þar af leiðandi verður erfiðara að fletta ofan af því síðar meir, af því það mun að sjálfsögðu gerast í framtíðinni að þessi starfsemi verði bönnuð í þeirri mynd sem hún er í dag og þá munu náttúrulega íslenskri skattgreiðendur þurfa að borga þann brúsa ef það er verði að svipta fyrirtækin einhverju sem þau hafa haft ótímabundið () en þetta er hins vegar ekki lykilatriði í málinu eins og staðan er núna, heldur er lykilatriðið að frumvarpið skortir á náttúruvernd og vernd fyrir villta laxastofna.“ Aðalatriðið sé að banna eldi á ófrjóum laxi. En erum við komin nógu langt í að þróa eldi á ófrjóum laxi? „Það er náttúrulega ekki vandamál villta laxins en staðan er sú að þessi tækni er til og það hefur verið sótt um leyfi fyrir hana og hafa verið gefin út leyfi og það eina sem þarf í rauninni að gerast er að fyrirtækin slaki aðeins á arðsemiskröfu sinni, fjárfesti í því vegna þess að þau bera í raun fyrir sig það að það sé ekki nægur vaxtahraði og það sé ekki hægt að vera með nógu mikinn þéttleika og að markaðurinn taki ekki nógu vel við þessum fiski, þú sérð að þetta eru allt fjárhagslegir þættir. Á endanum snýst þetta allt um peninga og það á að fórna villtu laxastofnunum á meðan því fyrirtækin vilja í raun gera þetta á sem ódýrastan hátt.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01 „Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. 8. maí 2024 10:01
„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. 7. maí 2024 08:38