Eldvörp líkleg næst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:35 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líklegt að næst gjósi í Eldvörpum. Það sé mun hagstæðara svæði fyrir eldgos en við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira