Guðmundur í Afstöðu hundskammar DV Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 16:20 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu beinir spjótum sínum að DV og segir mikilvægt að blaðamenn vandi skrif sín um eins viðkvæm mál og hér eru undir. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu hafnar því alfarið að reiði fanga beinist sérstaklega gegn fangavörðum. Ekki er annað að skilja á frétt DV frá í gær en að fangar séu reiðir fangavörðum og það sem meira er, látið er að liggja að Guðmundur Ingi sé helsti heimildarmaður miðilsins fyrir því. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir vegna fréttar á vef DV þar sem fjallað var um reiði fanga í garð fangavarða í kjölfar andláts á Litla-Hrauni. Sú staðhæfing kemur hvorki frá mér né Afstöðu og af heimsókn minni á Litla-Hraun í gær að ráða er þetta gjörsamlega úr [lausu] lofti gripið. Vissulega gætir reiði á meðal fanga en hún beinist sannarlega ekki að fangavörðum,“ segir Guðmundur Ingi í Facebook-færslu um málið. Í DV er fjallað um að reiði sé mikil meðal fanga vegna andláts fangans Ingva Hrafns Tómassonar á Litla Hrauni um helgina. Og að sögn miðilsins beinist sú reiði að fangavörðum. Það er bull að sögn Guðmundar. „Aftur á móti var áþreifanleg sorg á Litla-Hrauni á meðal vistmanna og starfsmanna og syrgja fangaverðir með föngum.“ Guðmundur Ingi vill brýna fyrir blaðamönnum að þeir sýni nærgætni þegar kemur að umfjöllun sem fjallar um jafn viðkvæm mál og þessi og að þeir vandi sig við fréttaskrif af þessum toga. Fjölmiðlar Fangelsismál Félagasamtök Tengdar fréttir „Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. 8. maí 2024 13:08 Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ekki er annað að skilja á frétt DV frá í gær en að fangar séu reiðir fangavörðum og það sem meira er, látið er að liggja að Guðmundur Ingi sé helsti heimildarmaður miðilsins fyrir því. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir vegna fréttar á vef DV þar sem fjallað var um reiði fanga í garð fangavarða í kjölfar andláts á Litla-Hrauni. Sú staðhæfing kemur hvorki frá mér né Afstöðu og af heimsókn minni á Litla-Hraun í gær að ráða er þetta gjörsamlega úr [lausu] lofti gripið. Vissulega gætir reiði á meðal fanga en hún beinist sannarlega ekki að fangavörðum,“ segir Guðmundur Ingi í Facebook-færslu um málið. Í DV er fjallað um að reiði sé mikil meðal fanga vegna andláts fangans Ingva Hrafns Tómassonar á Litla Hrauni um helgina. Og að sögn miðilsins beinist sú reiði að fangavörðum. Það er bull að sögn Guðmundar. „Aftur á móti var áþreifanleg sorg á Litla-Hrauni á meðal vistmanna og starfsmanna og syrgja fangaverðir með föngum.“ Guðmundur Ingi vill brýna fyrir blaðamönnum að þeir sýni nærgætni þegar kemur að umfjöllun sem fjallar um jafn viðkvæm mál og þessi og að þeir vandi sig við fréttaskrif af þessum toga.
Fjölmiðlar Fangelsismál Félagasamtök Tengdar fréttir „Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. 8. maí 2024 13:08 Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. 8. maí 2024 13:08
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30