Uppgjörið: Njarðvík - Valur 91-88 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. maí 2024 18:31 Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Val í kvöld og því þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið fer í úrslit. Vísir/Hulda Margrét Oddaleik þarf til að skera úr um hvort Njarðvík eða Valur muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Njarðvíkingar voru með bakið upp við vegg, en unnu dramatískan sigur á heimavelli í fjórða leik liðanna í kvöld, 91-88. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og voru búnir að koma fimm stigum á töfluna áður en fyrsta mínúta leiksins hafði runnið sitt skeið. Njarðvíkingar virkuðu mjög frískir og voru að valda Val smá vandræðum en Valur gerði vel í að halda í við heimamenn. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar kláruðu fyrsta leikhlutann sterkt og leiddu að honum loknum með þriggja stiga mun, 25-22. Annar leikhluti var lengst af í járnum og Valur gerðu vel í að jafna og komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Það var ekki fyrr en undir lok leikhlutans sem Valur náðu að slíta sig aðeins frá heimamönnum og leiddu inn í hálfleik með sex stigum 47-53. Njarðvíkingar mættu mun beittari út í síðari hálfleikinn og náðu að jafna leikinn. Leikurinn var hnífjafn og eftir þriðja leikhluta voru Njarðvíkingar búnir að minnka muninn niður í eitt stig 71-72. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst að í fjórða leikhluta yrði spennan óbærileg og hver karfa skipti strax töluvert meira máli en körfurnar á undan. Bæði lið áttu í vandræðum með að komast á blað fyrst um sinn. Vendipunkturinn í leiknum var án efa þristarnir frá Þorvaldi Orra Árnasyni sem kom Njarðvíkingum yfir. Tvö risastór móment í leiknum sem gáfu Njarðvíkingum mómentið til þess að fara með sigur úr þessum leik og tryggja sér oddaleik. Lokatölur í þessum leik 91-88. Atvik leiksins Tveir frábærir þristar frá Þorvaldi Orra Árnasyni með stuttu millibili [þó ekki í röð] gáfu Njarðvíkingum helling og slitu þá aðeins frá Val til þess að loka leiknum. Stjörnur og skúrkar Hjá Njarðvíkingum var Þorvaldur Orri Árnason hetja liðsins en hann setti stór skot og var með 20 stig í leiknum. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig flottur í liði Njarðvíkinga með 21 stig. Njarðvíkingar réðu ansi illa við Taiwo Badmus og Kristinn Pálsson í þessum leik. Í fyrri hálfleik náðu þessir tveir að gera nánast hvað þeir vildu. Taiwo Badmus endaði með 24 stig og var stigahæstur á vellinum. Hann tók auk þess 11 fráköst. Kristinn Pálsson var með 16 stig og níu fráköst. Má líka nefna að Kristófer Acox var með 19 fráköst í leiknum. Kannski ekki skúrkur í leiknum en Frank Booker var fljótur að lenda í villu vandræðum svo Valur gat ekki notað hann eins mikið og þeir hefðu viljað í leiknum. Dómarinn Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson héldu utan um flauturnar hér í kvöld. Tilfiningin í fyrri hálfleik var að minna þurfti til svo að Valur fengu eitthvað dæmt heldur en Njarðvíkingar. Í Seinni hálfleik var hinsvegar yfir litlu að kvarta. Heilt yfir flott frammistaða hja dómurum leiksins. Ef ég ætti að setja einkunn á þá myndi ég negla solid 7 á þá. Stemingin og umgjörð Stúkan var troðfullt löngu áður en leikurinn hófst. Báðar stuðningsmannasveitir sungu og trölluðu. Stemningin var frábær í Ljónagryfjunni og í svona þéttum og þröngum sal þá magnaðist þetta allt upp um nokkur númer. Konni sá um að kynna liðin til leiks og lagði alvöru power í kynninguna því hann tapaði röddinni eftir frábæra kynningu á liðunum. Það var allt truflað hérna í kvöld! „Svekktur með gæði skotana sem við vorum að búa til.“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Varnarlega fannst mér við vera slakir. Vorum að gefa allt of mikið af körfum nálægt körfunni hjá okkur. Fyrst og fremst ósáttur við það. Það eru oft einhverjar hetjur í leikjunum og mér fannst Þorri bara frábær, setti skotin og bjó til síðustu körfuna hjá Mario.“ Sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Ég er svolítið svekktur með gæði skotana sem að við vorum að búa okkur til. Þessi sniðskot sem við erum að skora, vissulega einhver ‘contact’ og annað slíkt en ég veit ekki hvað mörg voru að skrúfast upp þarna og sérstaklega hjá Kidda.“ Valur komst á flott áhlaup undir loks fyrri hálfleiks þar sem þeir komust í sex stiga forskot sem þeir tóku með sér inn í hálfleikinn. Finnur var þó ekki nógu sáttur með fyrri hálfleikinn. „Nei mér fannst við fá alltof mikið af stigum á okkur. Alltof mikið af auðveldum körfum. Mér fannst Njarðvíkingarnir gera vel þar en mér fannst við oft sofandi á verðinum. Svo þarna í lokin þá klúðra ég þessu með að taka þetta leikhlé. Það er ágætt að stundum taka ábyrgð á einhverju. Ég mislas tímann og tek hérna þriðja leikhléið sem hefði verið gott að eiga í lokin en ég verð að ‘owna’ það.“ Njarðvíkingar voru þremur stigum yfir með örfáar sekúndur eftir á klukkunni. Aðspurður hvort það hafi komið í bakið á þeim að hafa brotið lítið í fjórða leikhluta var Finnur ekki endilega sammála því. „Mér fannst við duglegir að koma okkur á línuna í fyrri hálfleik og svo minnkar það. Það gerist oft í þessum leikjum að liðið sem tekur mikið af vítum í fyrri hálfleik tekur oft færri í seinni, hver svo sem ástæðan þar er. Mér fannst við bara ekki nógu aggressívir og svo bara verður að segjast eins og er að þeir setja stærstu skotin sín niður. Skotið frá Hjálmari gott en svona að öðru leyti þá fannst mér við fara illa með kjörin tækifæri.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Oddaleik þarf til að skera úr um hvort Njarðvík eða Valur muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Njarðvíkingar voru með bakið upp við vegg, en unnu dramatískan sigur á heimavelli í fjórða leik liðanna í kvöld, 91-88. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og voru búnir að koma fimm stigum á töfluna áður en fyrsta mínúta leiksins hafði runnið sitt skeið. Njarðvíkingar virkuðu mjög frískir og voru að valda Val smá vandræðum en Valur gerði vel í að halda í við heimamenn. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar kláruðu fyrsta leikhlutann sterkt og leiddu að honum loknum með þriggja stiga mun, 25-22. Annar leikhluti var lengst af í járnum og Valur gerðu vel í að jafna og komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Það var ekki fyrr en undir lok leikhlutans sem Valur náðu að slíta sig aðeins frá heimamönnum og leiddu inn í hálfleik með sex stigum 47-53. Njarðvíkingar mættu mun beittari út í síðari hálfleikinn og náðu að jafna leikinn. Leikurinn var hnífjafn og eftir þriðja leikhluta voru Njarðvíkingar búnir að minnka muninn niður í eitt stig 71-72. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst að í fjórða leikhluta yrði spennan óbærileg og hver karfa skipti strax töluvert meira máli en körfurnar á undan. Bæði lið áttu í vandræðum með að komast á blað fyrst um sinn. Vendipunkturinn í leiknum var án efa þristarnir frá Þorvaldi Orra Árnasyni sem kom Njarðvíkingum yfir. Tvö risastór móment í leiknum sem gáfu Njarðvíkingum mómentið til þess að fara með sigur úr þessum leik og tryggja sér oddaleik. Lokatölur í þessum leik 91-88. Atvik leiksins Tveir frábærir þristar frá Þorvaldi Orra Árnasyni með stuttu millibili [þó ekki í röð] gáfu Njarðvíkingum helling og slitu þá aðeins frá Val til þess að loka leiknum. Stjörnur og skúrkar Hjá Njarðvíkingum var Þorvaldur Orri Árnason hetja liðsins en hann setti stór skot og var með 20 stig í leiknum. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig flottur í liði Njarðvíkinga með 21 stig. Njarðvíkingar réðu ansi illa við Taiwo Badmus og Kristinn Pálsson í þessum leik. Í fyrri hálfleik náðu þessir tveir að gera nánast hvað þeir vildu. Taiwo Badmus endaði með 24 stig og var stigahæstur á vellinum. Hann tók auk þess 11 fráköst. Kristinn Pálsson var með 16 stig og níu fráköst. Má líka nefna að Kristófer Acox var með 19 fráköst í leiknum. Kannski ekki skúrkur í leiknum en Frank Booker var fljótur að lenda í villu vandræðum svo Valur gat ekki notað hann eins mikið og þeir hefðu viljað í leiknum. Dómarinn Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson héldu utan um flauturnar hér í kvöld. Tilfiningin í fyrri hálfleik var að minna þurfti til svo að Valur fengu eitthvað dæmt heldur en Njarðvíkingar. Í Seinni hálfleik var hinsvegar yfir litlu að kvarta. Heilt yfir flott frammistaða hja dómurum leiksins. Ef ég ætti að setja einkunn á þá myndi ég negla solid 7 á þá. Stemingin og umgjörð Stúkan var troðfullt löngu áður en leikurinn hófst. Báðar stuðningsmannasveitir sungu og trölluðu. Stemningin var frábær í Ljónagryfjunni og í svona þéttum og þröngum sal þá magnaðist þetta allt upp um nokkur númer. Konni sá um að kynna liðin til leiks og lagði alvöru power í kynninguna því hann tapaði röddinni eftir frábæra kynningu á liðunum. Það var allt truflað hérna í kvöld! „Svekktur með gæði skotana sem við vorum að búa til.“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Varnarlega fannst mér við vera slakir. Vorum að gefa allt of mikið af körfum nálægt körfunni hjá okkur. Fyrst og fremst ósáttur við það. Það eru oft einhverjar hetjur í leikjunum og mér fannst Þorri bara frábær, setti skotin og bjó til síðustu körfuna hjá Mario.“ Sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. „Ég er svolítið svekktur með gæði skotana sem að við vorum að búa okkur til. Þessi sniðskot sem við erum að skora, vissulega einhver ‘contact’ og annað slíkt en ég veit ekki hvað mörg voru að skrúfast upp þarna og sérstaklega hjá Kidda.“ Valur komst á flott áhlaup undir loks fyrri hálfleiks þar sem þeir komust í sex stiga forskot sem þeir tóku með sér inn í hálfleikinn. Finnur var þó ekki nógu sáttur með fyrri hálfleikinn. „Nei mér fannst við fá alltof mikið af stigum á okkur. Alltof mikið af auðveldum körfum. Mér fannst Njarðvíkingarnir gera vel þar en mér fannst við oft sofandi á verðinum. Svo þarna í lokin þá klúðra ég þessu með að taka þetta leikhlé. Það er ágætt að stundum taka ábyrgð á einhverju. Ég mislas tímann og tek hérna þriðja leikhléið sem hefði verið gott að eiga í lokin en ég verð að ‘owna’ það.“ Njarðvíkingar voru þremur stigum yfir með örfáar sekúndur eftir á klukkunni. Aðspurður hvort það hafi komið í bakið á þeim að hafa brotið lítið í fjórða leikhluta var Finnur ekki endilega sammála því. „Mér fannst við duglegir að koma okkur á línuna í fyrri hálfleik og svo minnkar það. Það gerist oft í þessum leikjum að liðið sem tekur mikið af vítum í fyrri hálfleik tekur oft færri í seinni, hver svo sem ástæðan þar er. Mér fannst við bara ekki nógu aggressívir og svo bara verður að segjast eins og er að þeir setja stærstu skotin sín niður. Skotið frá Hjálmari gott en svona að öðru leyti þá fannst mér við fara illa með kjörin tækifæri.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum