Norski stigakynnirinn hættir við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 16:43 Alessandra Mele hefur hætt við að kynna stig Noregs í Eurovision í kvöld EBU Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02) Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02)
Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29