Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Rúnar Freyr Gíslason er fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision og framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Daníel Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar. Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Svisslendingar unnu keppnina í þriðja sinn með laginu The Code í flutningi Nemo. Hera Björk fulltrúi Íslands lenti í síðasta sæti með einungis þrjú stig á undankvöldinu. Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins, segist stoltur af Heru en telur að mögulega hafi nýlegt fyrirkomulag við stigagjöf á undankvöldunum haft áhrif en einungis símakosning gildir þar. „Smáþjóðir eins og við hafa verið að velta því fyrir sér, og margir aðrir, hvort að þetta fyrirkomulag henti fámennari þjóðum verr. Við sjáum í ár að Slóvenía, Albanía, Malta, San Marínó og Ísland detta öll út í undanúrslitunum. Engar fagnefndir sem hífa okkur upp,“ segir Rúnar. Keppnin í ár var afar umdeild, sérstaklega vegna þátttöku Ísraela. Þá var hollenska söngvaranum vísað úr keppni fyrir að ógna ljósmyndara. Rúnar segir það augljóst að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. „Keppnin verður ekki þessi sameiningarvettvangur sem hún á að vera, í staðinn fyrir að að stuðla að friði og fjölbreytileika fer hún að snúast um allt annað. Ég er óhress með það og þeirra vera í þessari keppni skemmdi að miklu leyti mikið til,“ segir Rúnar. Hann gerir ráð fyrir að Ísland taki aftur þátt á næsta ári en það er ekki meitlað í stein. „Mér heyrist út um alla Evrópu að það séu óánægjuraddir og gagnrýnisraddir. Það sé jafnvel verið að huga að breytingum. En þetta er allt í orði en ekki á borði,“ segir Rúnar.
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira