„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:08 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, mætti til leiks í kvöld nýklipptur og sætur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira