Samstarf við landsbyggðina Sævar Þór Halldórsson skrifar 15. maí 2024 13:00 Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Byggðamál Menning Alþingi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun