Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 23:07 Hildur Björnsdóttir segir stöðuna versna ár frá ári á þessu kjörtímabili fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra. Vísir/Vilhelm Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. „Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46