Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. maí 2024 11:42 Eins og sést á stefni flutningaskipsins eru skemmdir sem benda til áreksturs við fiskibátinn. Óskar P. friðriksson Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu. Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu.
Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent