„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:54 Rúnar var með hattinn en komst ekki í stuð að þessu sinni Vísir/Snædís Bára Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. „Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira