Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé vanhæft til að takast á við aðstæðurnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 18:09 Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar. Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Karim Khan aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins kemur fram að meðal ákæruliða gagnvart þremur leiðtogum Hamas séu morð, gíslataka, nauðganir og kynferðisofbeldi. Þá telur Khan að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins, beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Palestínuríkis á Gasa frá 7. október á síðasta ári. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir dómstólinn hafa verið gagnrýndan í gegnum tíðina fyrir að beina sjónum sínum að öðrum svæðum en Vesturlöndum. „Bandamenn Vestrænna ríkja hafa viljað hafa hendur í hári leiðtoga í Afríku og annara sem hafa verið andstæðir Vesturlöndum.“ Þannig að það að saksóknarinn vilji fá handtökuskipun á Benjamin Netanjahú eru hreinlega stórfréttir. Stóra málið að hans mati sé þó það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega ófært um að takast á við aðstæðurnar. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem á að vera vettvangur fyrir svona deilur, er algjörlega lamað í þessu máli. Það hefur reynst gjörsamlega vanhæft til að takast á við það. Það er einkum og sér í lagi vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar.“ Margt óljóst enn Vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óskar eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Þá eru álitamál uppi um lögsögu dómstólsins sem nær ekki til Ísrael en Palestína er undir lögsögu dómstólsins, og á því byggir krafa saksóknara. Því er margt óljóst enn en Eiríkur segir fréttirnar hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kom öllum á óvart, enda í fyrsta sinn sem við sjáum mál af slíkum toga. Hinsvegar hafði saksóknarinn varað við þessari niðurstöðu, héldi Ísraelsher áfram framferði sínu á Gaza. Útfrá því ætti þetta ekki að koma á óvart, en vegna þess hversu stóra atburður þetta sé hlýtur hann að vekja eftirtekt.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira