OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 06:57 Að sögn Johansson vildi Altman nota rödd hennar til að „brúa bilið“ milli gervigreindargeirans og skapandi geirans en OpenAI á yfir höfði sér fjölda málsókna vegna notkunar fyrirtækisins á verkum annarra við þróun ChatGPT. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024 Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024
Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira