Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 14:01 Deandre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Vísir/Diego Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira