Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 12:36 Úr eftirlitsflugi 9. maí síðastliðinn. Almannavarnir Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem kemur fram að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi næstu daga. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og gæti fyrirvari á eldgosi orðið mjög stuttur. Sagt er frá því að um tvö hundruð skjálftar hafi mælst á svæðinu í kringum kvikuganginn um Hvítasunnuhelgina, flestir undir 1,0 að stærð. Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023.Veðurstofan „Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Að svo stöddu er ekki ástæða til að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Áfram mestar líkur á að kvika komi upp á Sundhnúksgígaröðinni Í fréttum fyrir helgi var talað um smáskjálftavirkni sem hafi verið viðvarandi undanfarnar vikur á svæðinu sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum vestan við Grindavík. Í fréttinni var nefnt að mögulega væru veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti hugsanlega nýtt sér til að ná til yfirborðs. Það að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu yfir á svæðið sunnan Þorbjarnar er á þessum tímapunkti talin afar ólíkleg sviðsmynd. Það mat er byggt á nýjum líkanreikningum og öðrum gögnum sem voru rædd á fundi vísindamanna nú í morgun. Áfram eru yfirgnæfandi líkur á að endurtekning verði á því að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu við Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina. Fylgst vel með hvort að kvika sé á ferðinni Veðurstofan hefur fylgst með þrýstingsbreytingum í borholum HS orku í tengslum við vöktun á virkninni í Svartsengi. Skyndileg þrýstingsbreyting hefur verið einn af fyrirvörum um að kvika sé að hlaupa úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Áður hefur komið fram að merki um nýtt kvikuhlaup væru staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun ásamt þrýstingsbreytingum í borholum á svæðinu. Í morgun mældist minniháttar þrýstilækkun í borholu HS orku. Engin skjálftavirkni eða breyting í aflögun sást samfara þessum þrýstingsbreytingum sem mældust. Því virkjaði Veðurstofan ekki viðbragðsáætlanir vegna mögulegs kvikuhlaups,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem kemur fram að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi næstu daga. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og gæti fyrirvari á eldgosi orðið mjög stuttur. Sagt er frá því að um tvö hundruð skjálftar hafi mælst á svæðinu í kringum kvikuganginn um Hvítasunnuhelgina, flestir undir 1,0 að stærð. Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023.Veðurstofan „Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Að svo stöddu er ekki ástæða til að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Áfram mestar líkur á að kvika komi upp á Sundhnúksgígaröðinni Í fréttum fyrir helgi var talað um smáskjálftavirkni sem hafi verið viðvarandi undanfarnar vikur á svæðinu sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum vestan við Grindavík. Í fréttinni var nefnt að mögulega væru veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti hugsanlega nýtt sér til að ná til yfirborðs. Það að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu yfir á svæðið sunnan Þorbjarnar er á þessum tímapunkti talin afar ólíkleg sviðsmynd. Það mat er byggt á nýjum líkanreikningum og öðrum gögnum sem voru rædd á fundi vísindamanna nú í morgun. Áfram eru yfirgnæfandi líkur á að endurtekning verði á því að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu við Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina. Fylgst vel með hvort að kvika sé á ferðinni Veðurstofan hefur fylgst með þrýstingsbreytingum í borholum HS orku í tengslum við vöktun á virkninni í Svartsengi. Skyndileg þrýstingsbreyting hefur verið einn af fyrirvörum um að kvika sé að hlaupa úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Áður hefur komið fram að merki um nýtt kvikuhlaup væru staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun ásamt þrýstingsbreytingum í borholum á svæðinu. Í morgun mældist minniháttar þrýstilækkun í borholu HS orku. Engin skjálftavirkni eða breyting í aflögun sást samfara þessum þrýstingsbreytingum sem mældust. Því virkjaði Veðurstofan ekki viðbragðsáætlanir vegna mögulegs kvikuhlaups,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira