„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 15:30 Þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi hafa verið taldar fyrirboði eldgoss. Magnús Tumi segir atburðinn í morgun vísbendingu um að það styttist í næsta atburð. Vísir/Vilhelm/Ívar Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira