Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. maí 2024 18:30 Jón Gunnarsson ræddi hvalveiðar og mögulegt tjón ríkissjóðs í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45