„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Siggeir Ævarsson skrifa 22. maí 2024 21:50 Rúnar Ingi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. „Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli