„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Siggeir Ævarsson skrifa 22. maí 2024 21:50 Rúnar Ingi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. „Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira