Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 14:12 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar. RNSA Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi. Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt í dag. Þar er atvikinu lýst þannig að vegfarandinn, hinn látni, hafi verið að þvera Höfðabakka sunnan við boðstöð strætisvagna til móts við Árbæjarsafn. Á sama tími hafi bíl verið ekið niður Höfðabakka og hafnað á manninum. Ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Vegfarandinn lá í götunni eftir þetta. Stuttu síðar kom annar bíll, sá var af gerðinni Suzuki. Sá ökumaður kom auga á vegfarandann og reyndi að sveigja til vinstri en náði ekki að forðast árekstur við manninn. Suzuki-bíllinn hafnaði líka á hlið Toyotu-bíls við þetta. Líkt og áður segir lést vegfarandinn í kjölfarið. Samkvæmt gögnum sem rannsóknarnefndin styðst við liðu 78 sekúndur milli árekstranna. Enginn sem varð vitni að fyrri árekstrinum hefur gefið sig fram, en í kjölfar slyssins óskaði lögregla eftir vitnum. Fyrri áreksturinn meginorsök slyssins Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins sé fyrsti áreksturinn, við óþekkta bílinn. Samkvæmt krufningarrannsókn fékk vegfarandinn áverka á lærlegg við hann, sem er í samræmi við að ekið hafi verið á hann standandi. Það var vegna hans sem hann lá í jörðinni þegar Suzuki-bíllinn hafnaði á honum. Myndbandsupptaka úr Suzuki-bílnum sést að vegfarandinn hafi verið að reyna að standa upp þegar seinni áreksturinn varð, með því að reyna að setja undir sig olnboga. Aðrar orsakir eru einnig nefndar í skýrslunni. Þar er í fyrsta lagi minnst á að óþekkti ökumaðurinn hafi ekið af vettvangi án þess að veita fyrstu hjálp eða hringja eftir aðstoð. Mynd sem sýnir slysstaðinn.RNSA Í öðru lagi er það of hraður akstur ökumanns Suzuki-bílsins. Hann var að keyra á 74 kílómetra hraða skömmu áður en áreksturinn varð þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Í þriðja lagi er minnst á athygli Suzuki-ökumannsins við akstur. Hann er sagður hafa verið með ekki nægilega mikla athygli á því sem var fyrir framan bílinn, heldur á umferð sem hafði myndast á götunni vegna vegfarandans. Þess vegna hafi hann haft skemmri tíma til að afstýra árekstrinum. Einnig er minnst á að vegfarandinn hefði getað farið öruggari leið í gegnum undirgöng, sem hann hafð áður almennt notað. Þá hafi hann ekki verið með endurskin á sér eða klæðnaði sínum. Þar að auki minnist rannsóknarnefndin á að þeir sem voru að veita skyndihjálp hefði þurft að huga betur að eigin öryggi með því að tryggja vettvang og þanng verja sig og hinn slasaða fyrir frekara slysi.
Samgönguslys Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira