„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 21:45 Frank Booker einbeittur á vítalínunni Vísir/Pawel Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira