„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 22:17 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. „Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira