„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 22:17 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. „Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti