Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 19:53 Brimbrettasamfélagið á Íslandi óttast að landfyllingin muni stofna íslenskri brimbrettamenningu í hætt. Hér má sjá brimbrettakappa við Seltjarnarnes. Mynd tengist því frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag. Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag.
Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12