Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 19:53 Brimbrettasamfélagið á Íslandi óttast að landfyllingin muni stofna íslenskri brimbrettamenningu í hætt. Hér má sjá brimbrettakappa við Seltjarnarnes. Mynd tengist því frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag. Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag.
Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12