Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 19:53 Brimbrettasamfélagið á Íslandi óttast að landfyllingin muni stofna íslenskri brimbrettamenningu í hætt. Hér má sjá brimbrettakappa við Seltjarnarnes. Mynd tengist því frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag. Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag.
Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12