Allir um borð í rútunni Íslendingar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 20:49 Allir um borð í rútunni voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Áverkar farþega voru af ýmsum toga, allt frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka. Júlíus Örn Sigurðarson Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar. Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Um borð í rútunni sem er á vegum Guðmunds Tyrfingssonar voru 26 farþegar og einn bílsjóri. Allir um borð voru fluttir á sjúkrahús, sjö með tveimur þyrlum á Landspítalann í Fossvogi og hinir tuttugu á Heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Enn verið að greina meiðsli hinna slösuðu Að sögn Jóns Gunnars er enn fjöldi fólks á vettvangi að vinna að rannsókn á slysinu. Ekki liggi fyrir hver hver tildrög slyssins voru. Staða slasaðra sé ekki á hreinu þar sem enn sé verið að greina meiðslin sem séu af ýmsum toga. Ekki liggur fyrir hvort einhver hinna slösuðu sé með lífshættulega áverka. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjöldi starfsmanna Landspítalans kallaður út vegna farþeganna sem fluttir voru í Fossvoginn og allir starfsmenn bráðamóttöku HSU sömuleiðis kallaðir út. Fólk geti hringt í 1717 Lögreglan á Suðurlandi minnir á 1717, hjálparsíma Rauða krossins, sem er opinn allan sólarhringinn og fólk getur hringt í vanti það sálrænan stuðning. Samkvæmt mbl.is hefur söfnunarsvæði aðstandenda verið opnað í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi. Leiðrétting: Áður stóð að hjálparsími Rauða krossins hefði verið virkjaður sem upplýsingasími vegna slyssins en það er ekki rétt. Starfsfólk hjálparsímans hefur engar upplýsingar um slysið eða farþega rútunnar.
Rangárþing ytra Samgönguslys Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36