Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. maí 2024 13:59 Jónas Yngvi og Jóhanna voru á ferðalagi með Lionsklúbbnum Dynk í gær þegar slysið varð. Sjálf sluppu þau með skrekkinn en aðrir voru ekki jafn lánsamir. Vísir/Magnús Hlynur Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“ Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“
Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36