Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:01 Ólafur Ólafsson og Deandre Kane fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna
Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira