Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 12:42 Karlmaður fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Er hún sökuð um að hafa slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Á meðal rannsóknargagna eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september síðastliðnum, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustund að lengd og ná yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dagbjört var fyrr í þessum mánuði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. júní en aðalmeðferð málsins fer fram 26. júní, svo væntanlega verður gæsluvarðhaldið framlengt fyrir þann tíma. Hún neitaði sök við þingfestingu málsins í janúar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn kvaðst Dagbjört lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna. Auk þess sagði hún brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir, látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Er hún sökuð um að hafa slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Á meðal rannsóknargagna eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september síðastliðnum, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið er um tvær og hálf klukkustund að lengd og ná yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dagbjört var fyrr í þessum mánuði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. júní en aðalmeðferð málsins fer fram 26. júní, svo væntanlega verður gæsluvarðhaldið framlengt fyrir þann tíma. Hún neitaði sök við þingfestingu málsins í janúar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn kvaðst Dagbjört lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna. Auk þess sagði hún brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir, látið illa á heimilinu og haft í hótunum við hana.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. 23. janúar 2024 14:55
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44