Fjöldi fótboltafólks sýnir Palestínu stuðning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Heimsmeistarinn Aitana Bonmatí, og Evrópumeistari með Barcelona, hefur deilt myndinni sem sjá má fyrir miðju á samfélagsmiðlum sínum. Sömu sögu er að segja af Rafael Leão, stórstjörnu AC Milan. Vísir/Getty Images Eftir hryllinginn í Rafah-borg á Gasaströndinni í Palestínu virðist mörgum fyrr- og núverandi fótboltafólki vera ofboðið. Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár. Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Mörg þeirra hafa birt mynd á samfélagsmiðlum sínum til stuðnings Rafah en aðrir hafa gengið enn lengra og fordæmt voðaverk Ísraelshers á svæðinu. Á sunnudag lést fjöldi Palestínumanna, þar á meðal konur og börn, þegar Ísraelsher gerði loftáráris með þeim afleiðingum að það kviknaði í flóttamannabúðum á svæðinu og fólk brann lifandi. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Svæðið áti að vera svokallað „mannúðarsvæði“ en Ísraelsher hefur beint fólki á svæðið með því loforði að það yrði ekki gerð árás á það. Það loforð reyndist innantómt miðað við þann hrylling sem hefur geisað á svæðinu síðustu daga. Þá fóru skriðdrekar Ísraelshers inn á svæðið í gær, þriðjudag. Einn af þeim skriðdrekum sem réðst inn í Rafah í dag.AP/LEO CORREA Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Sjá einnig: „Við höfum ekkert“ Meðal fótboltamanna sem hafa deilt myndinni sem sjá má hér að neðan eða þá öðrum skilaboðum þar sem fjöldamorð Ísraelshers eru fordæmd eru: William Saliba, miðvörður Arsenal Rafael Leão, sóknarmaður AC Milan Nicolas Jackson, framherji Chelsea Jules Koundé, varnarmaður Barcelona Hakim Ziyech, miðjumaður Galatasaray Ousmane Dembélé, framherji París Saint-Germain Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool Marcus Thuram, sóknarmaður Inter Milan Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona Leah Williamson, miðvörður Arsenal Lucy Bronze, bakvörður Barcelona Dayot Upamecano, miðvörður Bayern München Gianluca Scamacca, framherji Atalanta Vert er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Þá hefur David Beckham, núverandi sendiherra UNICEF og fyrrverandi leikmaður Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og enska landsliðsins þar sem hann var lengi vel fyrirliði, nýtt mátt sinn á samfélagsmiðlum til að deila færslu hjálparsamtakanna UNICEF. Deildi hann færslu UNICEF sem sjá má hér að neðan. Þar er hryllingnum á Rafah lýst, kallað eftir vopnahléi, að gíslum verði sleppt og glórulausum morðum á börnum verði hætt. View this post on Instagram A post shared by UNICEF (@unicef) Þá hefur Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, verið duglegur að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. Hann birti nokkrar spurningar í formi ljóðs á Instagram-síðu sinni. Eric Cantona „Er einhver eftir til að verja þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem fordæmir ekki þessa glæpamenn? Eru enn ríki sem vopna þessa glæpamenn? Er einhver eftir sem myndi ekki kalla þetta þjóðarmorð? Er einhver eftir sem myndi ekki fella tár yfir þessum hrylling?“ Hvort við sjáum fleira íþróttafólk stíga upp og tjá sig um málefni Palestínu verður að koma í ljós en það verður forvitnilegt að sjá hvort liðin sem höfðu hvað hæst á HM í Katar geri slíkt hið sama á EM í ár.
Fótbolti Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti