Falinn fjársjóður fyrir atvinnulífið Ásgeir Ásgeirsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Tækni Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun