„Let´s go og vinnum fleiri“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:06 Finnur Freyr í leikslok. Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn. „Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira